Skipar starfshóp um sæstreng

Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra.
Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra.

Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra sagði á ársfundi Landsvirkjunar að hún ætlaði að skipa starfshóp til að kanna hagkvæmni þess að leggja sæstreng til Evrópu.

Oddný sagði mikilvægt að um svo stórt verkefni ríkti góð samstaða í samfélaginu og því yrði þessi starfshópur þverpólitískur. Oddný sagði að lagning sæstrengs hefði verið skoðuð áður. Þrennt hefði breyst á síðustu árum. Í fyrsta lagi hefði munur á rafmagnsverði á Íslandi og Evrópu aukist. Í öðru lagi hefði verðmæti umhverfisvænnar orku aukist. Í þriðja lagi hefði verði lagður sæstrengur milli Noregs og Hollands og því byggðu menn núna á reynslu af lagningu sæstrengs af þeirri stærðargráðu sem rætt er um að leggja til Íslands. Oddný sagði því margt benda til að hagkvæmi þess að selja rafmagn frá Íslandi til Evrópu á markaðsverði hefði aukist.

Oddný sagði að í framtíðinni yrði vinna við rammaáætlun ekki byggð á afskiptum stjórnmálamanna. Núverandi afskipti byggðu á bráðabirgðaákvæði í lögunum. Hún lagði áherslu á að virkjanakostir sem færu í biðflokk væru ekki settar þangað til allrar framtíðar. Biðflokkur væri ekki hugsaður sem geymsluflokkur fyrir umdeildar virkjanir. Afla þyrfti meiri upplýsinga um þessar virkjanir og setja þær síðan annað hvort í nýtingar- eða verndarflokk.

mbl.is

Bloggað um fréttina