Brown skuldar þjóðinni afsökun

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

„Það styrkti íslensku þjóðina að átta sig á því að kreppan bar ekki einungis með sér fjárhagslega og efnahagslega breytingar, heldur voru þær líka félagslega, stjórnarfarslega og jafnvel réttarfarslegar.“ Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við bandarísku fréttasíðuna The Business Insider International.

„Ef hrun fjármálakerfis getur komið einu stöðugasta og þróaðasta lýðveldi heims á kné, hvernig gæti þá farið fyrir löndum sem búa við minni stöðugleika í stjórnarfari?“ spyr Ólafur Ragnar í viðtalinu.

Þar segir að fjármálakreppan hér á landi hafi verið persónuleg á ýmsan hátt fyrir forsetann. Hann hafi hvatt og stutt íslenska útrásarvíkinga og að kreppan hafi verið sársaukafull áminning um að þrátt fyrir allt sé Ísland lítil og einangruð þjóð. Íslendingum hafi gengið vel að vinna sig í gegnum vandann og ástandið hér er borið saman við ýmis Evrópulönd eins og Grikkland, Ítalíu og Spán.

Ólafur Ragnar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hugsanlega lært meira af veru sinni á Íslandi og afskiptum sínum af fjármálum landsins en öfugt.

„Þetta var afskaplega erfitt“

Í viðtalinu eru Icesave málin reifuð og sú ákvörðun forsetans að neita að skrifa undir Icesave lögin með þeim afleiðingum að þau voru tvisvar sinnum borin undir þjóðaratkvæði. „Þetta var afskaplega erfitt,“ segir Ólafur um þessar ákvarðanir sínar. „Allar stórar fjármálastofnanir, bæði í Evrópu og hér heima voru mér andsnúnar vegna þessa. Sterk öfl á Íslandi og í Evrópu töldu þessa ákvörðun mína hreinustu vitleysu.“

Ákvörðunin var umdeild og hefur dregið margvíslegan dilk á eftir sér. Fyrir forsetann snýst þetta um söguna. „Evrópa ætti að snúast meira um lýðræði heldur en fjármálamarkaðina. Mér fannst ég verða að velja lýðræðið.“

Brown skuldar afsökunarbeiðni

Hann segist ósáttur við framgöngu Breta í þessu máli og nefnir þar Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra og segir hann skulda Íslendingum afsökunarbeiðni. Hann líkir ástandinu við Falklandseyjastríðið og segir það hafa verið „stórfellda móðgun“ að líkja einu friðsamasta ríki veraldar, stofnríki NATO og einum helsta bandamanni Breta í heimsstyrjöldinni síðari við al-Qaeda og Talibana með því að setja Ísland á lista yfir hryðjuverkaríki.

Hann segir Ísland ekki hafa átt um marga kosti að velja. „Ef við berum saman efnahagsreikning Íslands og Bretlands og yfirfærum þá upphæð sem bresk yfirvöld kröfðust af Íslendingum, þá væri það sambærilegt við að biðja breska skattþegna um að bera ábyrgð á 800 milljörðum punda.“

Beygir sig undir vilja þjóðarinnar

„Norðurheimskautið er orðið eitt mikilvægasta svæði heims á margan hátt,“ segir Ólafur Ragnar í viðtalinu. Hann segist hyggja á áframhaldandi þátttöku í ýmsum málaflokkum og ef að meirihluti þjóðarinnar vilji að hann sitji áfram sem forseti, þá muni hann beygja sig fyrir því. En ef það verður ekki þannig, þá er það í besta lagi mín vegna.“

Viðtalið við Ólaf Ragnar á The Business Insider International

mbl.is

Innlent »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoð við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...