Vilja sameina sjóði sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði.
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur vel í samanburði við aðra sjóði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) eru þessa dagana að kynna fyrir sveitarfélögunum tillögur um að sameina lífeyrissjóðina. Talið er að hægt að spara umtalsvert í rekstri sjóðanna með sameiningu.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var stofnaður árið 1998. Þetta var gert þannig að allir nýir starfsmenn greiddu í sjóðinn en eldri starfsmenn gátu valið um hvort þeir greiddu í nýja sjóðinn eða gömlu sjóðina. Þar sem engir nýir sjóðsfélagar bætast í gömlu sjóðina munu þeir smátt og smátt líða undir lok þegar sjóðsfélagar komast á eftirlaun og falla frá. Sjóðirnir greiddu 2,8 milljarða í lífeyri í fyrra, en þessi upphæð fer upp í 5 milljarða árið 2031 en lækkar síðan nokkuð hratt.

Sveitarfélagasjóðirnir eru níu, en sex sjóðir hafa falið LSS að sjá um rekstur sinn. Þetta eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Húsavík, Akranes og Neskaupstaður. Lífeyrissjóðir starfsmanna Akureyrar, Reykjanesbæjar og Vestmannaeyja eru ekki inn í samstarfinu við LSS.

Sérstök stjórn er yfir öllum þessum sjóðum og kostnaður fylgir því að reka þá í sitt hvoru lagi. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri LSS, segir áætlað að hægt sé að spara 347 milljónir króna með því að sameina þessa sex sjóði. Hann segir að verið sé að kynna þetta mál fyrir sveitarfélögunum þessa dagana. Hann segir að áhugi sé fyrir sameiningu, en það kunni að vera að sum sveitarfélög þurfi lengri tíma til að taka ákvörðun en önnur. Jón segir að sjóðirnir verði sameinaðir þó að ekki verði allir tilbúnir til að vera með strax í fyrstu umferð.

Jón segir að tæknilega sé ekkert mál að sameina sjóðina. Haldið sé mjög vel utan um skuldbindingar hvers launagreiðanda og það haldi áfram þó búið verði að sameina sjóðina. Hann segir að sameiningin muni eiga sér stað með þeim hætti að stofnuð verði ný deild innan LSS, en þar eru fyrir tvær deildir (A-deild og V-deild).

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar stendur best

Lífeyrissjóðir sveitarfélaganna standa misvel að vígi. Samkvæmt tryggingafræðileg úttekt, miðað við árslok 2010, er munur á eignum og skuldbindingum neikvæður um 74-81% þar sem staðan er verst, en 20% þar sem staðan er best. Langbest er staðan hjá Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og segir Jón að líkur á að það muni nokkru sinni reyna á bakábyrgð borgarinnar vegna sjóðsins hverfandi. Þeir peningar sem Reykjavíkurborg fékk fyrir söluna á hlut sínum í Landsvirkjun fóru inn í lífeyrissjóðinn, en hluturinn var seldur á 23 milljarða sem eru 28-29 milljarðar í dag.

Athyglisvert er að skoða útkomu sveitarfélagasjóðanna í skýrslu sem Landsamtök lífeyrissjóða létu vinna og kynnt var í vetur. Ef hrein raunávöxtun sjóðanna aftur í tímann er skoðuð kemur Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar út best allra. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaganna er í fjórða sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þarna í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun

Í gær, 22:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar. Meira »

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Í gær, 21:44 Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. Meira »

Engin hætta á ferðum

Í gær, 21:11 „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meira »

Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Í gær, 21:58 Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Meira »

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Í gær, 21:20 Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Í gær, 20:38 „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...