Leggja til að frumvarpið verði dregið til baka

Togarar að veiðum á Íslandsmiðum.
Togarar að veiðum á Íslandsmiðum. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Grindavíkur leggur til að frumvarpið um stjórn fiskveiða verði dregið til baka og nefndin hefji að nýju vinnu við fiskveiðistjórnunarkerfið á niðurstöðu Sáttanefndar í sjávarútvegsmálum sem skilaði af sér haustið 2010.

Í þeim tillögum náðist fram sátt milli allra helstu hagsmunaaðila, en andstaða tveggja aðila varð til þess að þeirri miklu vinnu var hent út af borðinu, segir m.a. í ályktun bæjarráðs Grindavíkurbæjar sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í dag.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert