Nauðsynlegt að tengja betur háskóla og atvinnulíf

Vegna rits Samtaka atvinnulífsins „Uppfærum Íslands" sem var kynnt á aðalfundi samtakanna síðasta miðvikudag, þá vill Stúdentaráð Háskóla Íslands koma eftirfarandi ályktun á framfæri:

 Stúdentaráð Háskóla Ísland (SHÍ) styður þær tillögur Samtaka atvinnulífsins er lúta að betri tengingu háskóla og atvinnulífs, og teljum við það góða hugmynd að verðlauna slíkt samstarf.

Að mati SHÍ er nauðsynlegt að Háskóli Íslands öðlist betri tengingu við atvinnulífið og stuðli þar með að mikilvægri framþróun og nýsköpun innan veggja skólans. Það er mikilvægur undirbúningur fyrir stúdenta að fá að kynnast því sem býður þeirra eftir útskrift og fá að upplifa raunveruleg verkefni sem fyrirtæki eru að kljást við.

„Það er sorgleg staðreynd hversu margir, þá sérstaklega námsmenn og þeir sem nýútskrifaðir eru, flytjast brott af Íslandi í dag og telur SHÍ því tengingu náms við raunheim fyrirtækja geta auðveldað stúdentum að ná fótfestu hér á landi eftir útskrift.

Einnig telur SHÍ nauðsynlega forsendu framsækins ríkisháskóla að fjármagn til hans verði ekki skert. Stjórnvöld ættu heldur að sjá sér leik á borði og auka fjárfamlög til Háskóla Íslands, enda er fjárfesting í menntun og mannauði er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins,“ segir í ályktun Stúdentaráðs.

mbl.is