Þóra og umræðan um fæðingarorlof

Hjónin Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson.
Hjónin Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur ítrekað verið spurð út í það hvort hún muni fara í fæðingarorlof verði hún kjörin forseti hinn 30. júní nk. Hún og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, eiga von á barni í maí. Á Facebook-síðu sinni svarar hún þessum spurningum í dag.

Ég fer í fæðingarorlof í maí, þegar barnið kemur í heiminn. Við munum taka okkur tíma til að hvílast og safna kröftum og reiknum með að vera komin á ról aftur fyrir kosningabaráttuna í júnímánuði. Þar stend ég ekki ein, heldur verður Svavar mér við hlið eins og endranær og allt okkar öfluga fjölskyldunet.

Mér finnst mikilvægt að foreldrar taki fæðingarorlof enda er þessi tími ómetanlegur bæði fyrir börn og foreldra. Aðstæður mínar núna eru vissulega óvenjulegar en ég er ákveðin í því að ef ég næ kjöri, taki ég við starfinu á tilsettum tíma eða hinn 1. ágúst 2012. Annað finnst mér óhugsandi enda embættið þess eðlis. Ég mun sinna börnunum mínum eins og ég hef alltaf gert þrátt fyrir að vera í annasömu starfi, Svavar mun taka lengra fæðingarorlof og mun reyndar láta af störfum sem fréttamaður og verða heimavinnandi húsfaðir - að minnsta kosti fyrstu árin,“ skrifar Þóra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert