Minnihlutinn vildi sýkna Geir

Fimmtán dómarar sitja í Landsdómi.
Fimmtán dómarar sitja í Landsdómi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Minnihluti Landsdóms telur að þegar höfð sé í huga tilurð og forsaga 17. gr. stjórnarskrárinnar sé ekki hægt að slá því föstu að með ákvæðinu hafi staðið til að sérhvert stjórnarmálefni sem talist gat mikilvægt yrði lagt fyrir ríkisstjórn.

Minnihluta Landsdóms mynda Ástríður Grímsdóttir, Benedikt Bogason, Fannar Jónasson, Garðar Gíslason, Linda Rós Michaelsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir.

Í Landsdómi sitja 15 dómarar, en þar af eru fimm hæstaréttardómarar, tveir aðrir löglærðir og átta eru kosnir af Alþingi. Af þessum sex sem mynda minnihlutann, er einn hæstaréttardómari, Garðar Gíslason og einn annar löglærður, Benedikt Bogason, en hinir fjórir voru kosnir af Alþingi.

Í séráliti minnihlutans er líkt og í áliti meirihlutans komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri Geir af fyrstu þremur ákæruliðunum. Sérálitið byggir hins vegar á talsvert öðrum forsendum en í meirihlutaálitinu.

Í sérálitinu er komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri Geir líka af fjórða ákærulið sem fjallar um að Geir hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að ræða stöðu bankakerfisins á ríkisstjórnarfundum með formlegum hætti.

Í sérálitinu segir að núverandi 17. gr. stjórnarskrárinnar hafi staðið óbreytt að efni til frá árinu 1920 með þeirri breytingu einni að forseti kom í stað konungs með lýðveldisstjórnarskránni árið 1944. „Í öðru lagi að allt frá upphafi hafi verið talið skylt að halda ráðherrafundi um mál sem leggja skyldi fyrir ríkisráð og þau mál sem einstaka ráðherrar óskuðu að bera þar upp. Í þriðja lagi að engar aðrar beinar skyldur, nema um mætingu ráðherra, hafi verið orðaðar varðandi fundina, hvorki við setningu ákvæðisins árið 1920 né í ritum fræðimanna fyrr og síðar, og í fjórða lagi að megintilgangur ráðherrafunda sé að skapa ráðherrum vettvang fyrir það pólitíska samráð sem nauðsynlegt sé að hafa um stjórn landsins og stefnumál á hverjum tíma, en ekki taka eiginlegar stjórnvaldsákvarðanir þar sem ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald. Af þessu leiðir að ráðherrarnir hljóta að taka þar upp öll þau mál er þeir telja sig þurfa pólitískan stuðning við eða að minnsta kosti nauðsynlegt að ráðgast við aðra ráðherra um.“

Í sérálitinu segir að það verði ekki séð að því hafi verið hreyft í samhengi við ráðherraábyrgð að það eitt gæti varðað forsætisráðherra refsiábyrgð að halda ekki ráðherrafund um mikilvæg málefni, þótt þess væri gætt að halda fundi um mál sem færu fyrir ríkisráð og um það sem aðrir ráðherrar óskuðu að bera upp á fundum ríkisstjórnar.

„Við mat á því hvort ákærði hafi bakað sér þá refsiábyrgð sem honum er gefin að sök í 2. hluta ákæru ber að hafa í huga þá rótgrónu lögskýringarreglu á sviði refsiréttar að skýra beri þröngt refsilög þegar vafi leikur á því hvort tiltekið sakarefni falli undir refsiákvæði eða hvor skýringarkostur af tveimur, sem til greina koma, eigi betur við. Þannig ber að virða ákærða í hag vafa um það hvort refsiregla taki til ákveðinnar háttsemi,“ segir í sérálitinu.

mbl.is

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...