Fjöldi kvenna býr til mæðrablóm

Fjöldi kvenna kom í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að …
Fjöldi kvenna kom í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að búa til mæðrablómið.

„Ég er afar ánægð með þessi viðbrögð," sagði Elín Hirst, talsmaður nýstofnaðs Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur en á annað hundrað konur svöruðu kalli sjóðsins og mættu í Ráðhús Reykjavíkur síðdegis til að aðstoða við að búa til Mæðrablómið sem selt verður á mæðradaginn.

Mæðrablómið er að þessu sinni búið til úr efnisafgöngum og rauðum flíkum en Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, hannaði blómið. Það verður selt á mæðradaginn, sem í ár ber upp á 13. maí og ágóðinn af sölunni verður notaður til að styrkja tekjulágar konur til náms. 

Takmarkið er að búa til 1.000 slík blóm í Ráðhúsinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert