Kappræður forsetaframbjóðenda

Í tilefni af baráttudegi verkalýðsins, sem á uppruna í kröfunni um breytingar og réttlátara þjóðfélag er skorað á forsetaframbjóðendur í kappræður um málskotsréttinn og lýðræðisþróun í Háskólabíó 1. maí kl. 20:00.


Nú þegar hafa þrír forsetaframbjóðendur staðfest þátttöku, Ástþór Magnússon, Ari Trausti Guðmundsson og Jón Lárusson.

Í tilefni dagsins verður einnig velt upp þeirri spurningu hvort forseti Íslands geti með einhverjum hætti staðið vörð um hagsmuni almennings í endurreisninni.

Fundinum verður útvarpað. Almenningur allstaðar frá landinu getur sent fyrirspurnir á fundinn með sms og netspjalli.

Lýðræðishreyfingin stendur að fundinum í samvinnu við félag stjórnmálafræðinema sem sér um fundarstjórn.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert