Þóra mælist með mest fylgi

Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands
Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands Ómar Óskarsson

Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ á fylgi forsetaframbjóðendanna sem gerð var  dagana 24.-26. apríl fengi Þóra Arnórsdóttir mest fylgi, 49%. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 34,8% og Ari Trausti Guðmundsson 11,5%. Aðrir frambjóðendur mælast með minna fylgi.

Könnunin var send á netpanel Félagsvísindastofnunar, sem byggir á tilviljunarúrtökum úr Þjóðskrá. Gögnin voru að auki vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu svo þau endurspegli þjóðina, samkvæmt fréttatilkynningu frá Félagsvísindastofnun.

Sami hópur var spurður um afstöðu sína til frambjóðenda hinn 17. apríl síðastliðinn en þá hafði Ari Trausti Guðmundsson ekki gefið kost á sér. Hann virðist sækja fylgi sitt einkum til óákveðinna en 46% þeirra sem nú segjast ætla að kjósa hann ætluðu áður að skila auðu, voru óákveðnir eða vildu ekki svara.

0,8% sögðust ætla að kjósa Ástþór Magnússon, 0,3% ætla að kjósa Hannes Bjarnason, 3% hyggjast kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur og 0,6% Jón Lárusson.

Þriðjungur stuðningsmanna Ara Trausta ætlaði að kjósa Þóru Arnórsdóttur þegar spurt var 17. apríl og 11% ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.

Svarendur voru spurðir að því hvað vægi þyngst við val þeirra. Velja mátti að hámarki þrjú atriði af 15. Almennt þótti svarendum þekking og reynsla frambjóðandans mikilvægust og því næst heiðarleiki frambjóðandans.

Þannig segir 61% þeirra sem styðja Ólaf Ragnar Grímsson að þekking hans og reynsla sé einn af þremur þáttum sem vegi þyngst í ákvörðun þeirra. Það sama gildir um 24% stuðningsfólks Þóru Arnórsdóttur og 37% þeirra sem styðja Ara Trausta Guðmundsson. Tæpur helmingur stuðningsfólks Ara Trausta segir heiðarleika hans vega einna þyngst í ákvörðuninni en það á við um 45% stuðningsfólks Þóru en 18% þeirra sem styðja Ólaf Ragnar.

Almenn framkoma Þóru Arnórsdóttur þótti vega þungt í ákvörðun 51% stuðningsmanna hennar. Á hinn bóginn nefndu einungis 16% stuðningsmanna Ólafs Ragnars að almenn framkoma vægi einna þyngst í ákvörðuninni um hvaða frambjóðanda skyldi greiða atkvæði.

Sá eiginleiki í fari Ara Trausta Guðmundssonar sem flest stuðningsfólk hans er sammála um að vegi þungt við ákvörðunina um að greiða honum atkvæði er heiðarleiki hans. Þekking og reynsla Ólafs Ragnars Grímssonar er sá eiginleiki sem flest stuðningsfólk hans velur en almenn framkoma Þóru Arnórsdóttur er sá eiginleiki sem flest stuðningsfólk hennar segir hafa vegið þungt við ákvarðanatökuna.

Könnunin var send á 1.961 þátttakanda og alls svöruðu 1.379. Svarhlutfallið er því 70%.

mbl.is

Innlent »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni, en íslensk heimili. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »

Samræmist hennar hjartans málum

15:40 Fyrstu skref nýs formanns BSRB verða að fylgja styttingu vinnuvikunnar eftir af krafti, auk þess sem hún ætlar að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður á 45. þingi bandalagsins með 158 atkvæðum í dag. Meira »

Endaði á hlið eftir að vegkantur gaf sig

15:17 Óhapp varð á þjóðvegi 508 í Skorradal eftir hádegi þegar vegkantur gaf sig þar sem vöruflutningabíll mætti fólksbíl. Flutningabíllinn endaði á hlið utan vegar. Meira »

Verði aldrei vettvangur átaka

14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði umhverfismál á norðurslóðum einkum að umtalsefni sínu í ræðu sem hún flutti í morgun á ráðstefnunni Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík en einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að tryggt yrði að svæðið yrði herlaust í framtíðinni. Meira »

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

14:29 Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum.   Meira »

Þorbjörn kaupir Sisimiut

14:13 „Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Meira »

Landsréttur staðfestir 6 ára dóm

14:13 Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Meira »

Átta hjólbarðar sprungu

14:05 Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bifreiðum í gærkvöld eftir að þeim hafði verið ekið ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi. Meira »

Óku farþegum á ótryggðum bílum

13:52 Fjórtán verktakar í akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó lögðu niður störf í morgun til að mótmæla áframhaldandi viðskiptum fyrirtækisins við verktakafyrirtækið Prime Tours, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir gjaldþrotabeiðni vegna vangreiddra opinberra gjalda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum. Meira »

„Þetta er búið í bili“

13:23 Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Meira »

Með óhlaðin vopn í Þjórsárdal

11:59 „Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu,“ segir lögreglan á Suðurlandi vegna heræfinga bandarískra hermanna í Þjórsárdal í dag og á morgun. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...