Skjálftahrina á Reykjaneshrygg

Á korti Veðurstofu Íslands má sjá jarðskjálftana.
Á korti Veðurstofu Íslands má sjá jarðskjálftana. Mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist 12,6 kílómetra VSV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg á tíunda tímanum í morgun. Töluverð skjálftavirkni er á svæðinu og á annan tug skjálfta mælst frá kl. 9.40.

Flestir skjálftarnir mælast er rétt rúmlega 1 að styrk en þó hafa fimm skjálftar mælst stærri en 2.

mbl.is