Spáir að heldur halli undan í laxveiði

Nýrunninn lax úr Þverá.
Nýrunninn lax úr Þverá. mbl.is/Einar Falur

Á ársfundi Veiðimálastofnunar á fimmtudaginn var Guðni Guðbergsson fiskifræðingur beðinn um að spá fyrir um laxveiðina í sumar, eins og hann hefur gert á þessum fundum mörg undanfarin ár.

Í umfjöllun um fundinn og afstöðu Guðna í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann var varkár, sagði að stangveiðimenn vildu hafa spána „loðna og teygjanlega“ því hún væri ekki endilega góð.

„Að spá fyrir um framtíðina með því að meta það sem gerst hefur áður er eins og keyra bíl og horfa út um afturgluggann, það gengur ágætlega ef ekki koma neinar beygjur,“ sagði Guðni og bætti við að sitthvað óvænt hafi komið uppá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert