Munir úr „einvígi aldarinnar“ á uppboði

Skákborðið og taflborðið voru íslensk hönnun og smíði.
Skákborðið og taflborðið voru íslensk hönnun og smíði. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Sögulegir munir sem tengjast „einvígi aldarinnar“ fyrir nærri 40 árum verða boðnir upp hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn 14. júní í sumar.

Um er að ræða sjálft taflborðið sem var notað í 7.-21. umferð heimsmeistaraeinvígisins 1972 og er áritað af þeim Spassky og Fisher, sérsmíðað skákborð með hliðarborðum, Staunton-taflmenn og Garde-skákklukku. Uppboðshúsið metur þessa hluti á um 27-40 milljónir króna eða 215.000-320.000 bandaríkjadali að því er fram kemur á heimasíðu þess.

Á sínum tíma smíðaði Ragnar Haraldsson húsgagnasmíðameistari þrjú eins sett af skákborðum og hliðarborðum eftir teikningu Gunnars Magnússonar húsgagnaarkitekts. Eitt settið var notað á sviði Laugardalshallarinnar í einvíginu og er það nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Hin tvö voru smíðuð eftir einvígið og voru upphaflega í eigu Skáksambands Íslands. Páll G. Jónsson forstjóri eignaðist síðar bæði borðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert