Verkalýðshreyfingin enn í vörn

Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir að verkalýðshreyfingin hafi verið í mikilli vörn á undanförnum árum. Kjör fólks hafi versnað umtalsvert og nú snúi baráttan fyrst og fremst að því að ná að bæta þau á ný en ýmislegt hafi gengið til baka eftir gerð síðustu kjarasamninga.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir það ákveðin vonbrigði hvernig farið hefur fyrir árangrinum sem hafi náðist með gerð síðustu kjarasamninga. Starfshlutfall á vinnumarkaði hafi í mörgum tilfellum verið skert og að aukasporslur hafi minnkað.

Verðtrygginguna segir Kolbeinn að verði að skoða ekki síður en gjaldmiðilinn. Verkalýðshreyfingin hefur verið gagnrýnd fyrir að taka of einarða afstöðu með inngöngu í Evrópusambandið en Kolbeinn segir það mikilvægt að klára aðildarviðræðurnar og sjá þá hverskonar samningur verði í boði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert