Vilja flýta opnun vega

Á Fjallabaksleið nyrðri.
Á Fjallabaksleið nyrðri. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustuaðilar eru ósáttir við hvernig Vegagerðin stendur að lokun hálendisvega. Nú eru allir hálendisvegir taldir ófærir eða eru lokaðir umferð vegna vorleysinga og því hætta á að þeir spillist í aurbleytu.

Gert er ráð fyrir að fyrstu hálendisleiðirnar verði opnaðar í lok maímánaðar. Björn Hróarsson, framkvæmdastjóri Extreme Iceland ehf., segir að ferðaþjónustuaðilar hafi lengi beðið um að það komi fastar dagsetningar á lokun hálendisvega.

„Það er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni að þessir vegir séu opnaðir fyrr en gert er. Það skiptir okkur mjög miklu máli að fá dagsetningu á lokunina, að fá að vita hvenær við getum byrjað að keyra fólk á staðina. Eins og staðan er núna höfum við ekki hugmynd um hvenær hægt er að byrja að selja vöruna,“ segir Björn í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir við að fastar dagsetningar myndu aðeins þýða meiri vinnu á snjóþungum vorum fyrir Vegagerðina. Að sögn Björns ætti að vera auðvelt að fara með ýtu á suma vegi og ryðja sköflunum í burtu til að flýta fyrir opnun en Vegagerðin beri fyrir sig fjárskorti í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: