Bjartviðri suðvestantil

Norðaustan 5-10 sekúndumetra vindur verður á landinu í dag, en heldur hvassari við austurströndina. Bjartviðri suðvestan til en anars skýjað með köflum og stöku él norðaustan- og austanlands, einkum síðdegis.

Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast suðvestan til, en víða næturfrost.

Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan 3-8 m/s, léttskýjað og hiti 4 til 8 stig að deginum.

Yfir Grænlandi er 1034 mb víðáttumikið hæð, en yfir sunnanverðri Skandinavíu er 993 mb lægðasvæði.

Á morgun, sunnudag, og mánudag er útlit fyrir norðlæga átt, 3-10 m/s, hvassast og dálítil él norðaustanlands en annars bjart veður að mestu. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast suðvestanlands, en víða næturfrost.

Klukkan þrjú í nótt var norðaustlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og stöku él austast, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hlýjast var 6 stiga hiti á nokkrum stöðvum við suðvestur- og suðurströndina en kaldast 5 stiga frost á Reykjum í Fnjóskadal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert