Fengu bætur fyrir skerðingu afsláttar

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Þorkell

Undirmenn á skipum Hafrannsóknastofnunarinnar og Landhelgisgæslunnar fengu launahækkanir í samningum við ríkið, til að bæta þeim skerðingu sjómannaafsláttar. Áhafnir fragtskipa munu einnig hafa fengið leiðréttingu af sama toga.

Ríkisstjórn og Alþingi hafa samþykkt að afnema sjómannaafsláttinn á fjórum árum. Hann hefur nú verið helmingaður. Sjómenn hafa gert kröfu um að fá launahækkanir til að bæta tekjutapið, nú síðast í kröfugerð Sjómannafélags Íslands á hendur Hval hf. vegna háseta á hvalbáti. Varð það til þess að Hvalur hf. hætti við hvalveiðar í sumar.

Fram kemur í viðtali við Jónas Garðarsson, formann samninganefndar Sjómannafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag að kröfur um bætur fyrir skerðingu sjómannaafsláttar hafi náðst fram í samningum við ríkið í harðri deilu um kjör undirmanna á skipum Hafró.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert