Hvað höfum við gert ykkur?

Fundarsalurinn er þéttsetinn.
Fundarsalurinn er þéttsetinn. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Hvað höfum við gert ykkur?“ spurði Kristinn V. Jóhannsson, fyrrverandi forystumaður í bæjarstjórn og atvinnurekstri á Norðfirði, og beindi orðum sínum til ráðherra og þingmanna stjórnarmeirihlutans í umræðum á íbúafundi um sjávarútvegsmál í Fjarðabyggð.

Var Kristinn að vísa til þeirrar aðfarar sem hann taldi felast í sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Fjöldi íbúa mætti á fundinn sem haldinn var í Nesskóla í gærkvöldi til að ræða útvegsfrumvörpin og stöðu mála í sambandi við Norðfjarðargöng.

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra og Gunnþór Ingvason útgerðarmaður höfðu framsögu. Ekki voru þeir sammála um áhrif frumvarpsins en báðir hvöttu til þess að fundin yrði sanngjörn leið.

Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekki hafi gefist mikill tími til umræðna um göngin en Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, hvatti til þess að framkvæmdir yrðu boðnar út á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert