Segir ESB-umsókina vera að drepa VG

Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra.
Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra. mbl.is

Það er blindur maður sem ekki sér að fylgispektin við Samfylkinguna í ESB-málinu er hægt og bítandi að drepa VG. Samfylkingin sleppur betur því að svo á að heita að flokkurinn sé að framfylgja yfirlýstri stefnu sinni,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og áhrifamaður innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á vefsíðunni Vinstrivaktin gegn ESB í dag.

Ragnar segir að staða VG sé verri en Samfylkingarinnar enda starfi flokkurinn beinlínis í mótsögn við yfirlýsta stefnu sína. Slíkt framferði kunni kjósendur aldrei að meta.

„Forystumenn flokksins verða að horfast í augu við þá staðreynd að framtíð flokksins er í húfi ef þeir láta áfram reka á reiðanum með afar ótrúverðugri framgöngu í máli sem bersýnilega verður eitt helsta umræðuefni komandi kosninga,“ segir Ragnar.

Þá bendir hann á að mikill meirihluti þjóðarinnar sé andvígur aðild að ESB og það sama gildi um kjósendur VG „sem nú verður að slíta sig frá þessu steindauða máli áður en það dregur flokkinn með sér í gröfina.“

Pistill Ragnars Arnalds

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert