56% jákvæð gagnvart áliðnaði

Úr steypuskála Fjarðaáls Alcoa
Úr steypuskála Fjarðaáls Alcoa Af vef Alcoa

Um 56% þjóðarinnar hefur jákvætt viðhorf til áliðnaðar á Íslandi. Um 20% hafa neikvæða afstöðu til áliðnaðar og um 25% taka ekki afstöðu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Samál, samtök álfyrirtækja.

Ragnar Guðmundsson, formaður Samáls og forstjóri Norðuráls, sagði á ársfundi samtakanna að þetta væri ánægjuleg niðurstaða.

Á síðasta ári voru framleidd 806 þúsund tonn af áli, en fyrir 10 árum var framleiðslan 250 þúsund tonn. Verðmæti útflutnings var 230 milljarðar eða um 40% af útflutningi, sem er svipað hlutfall og hjá sjávarútveginum.

Ragnar sagði að framlag áliðnaðarins landsframleiðslu væri um 90 milljarðar. Hann sagði að álfyrirtækin hefðu fjárfest fyrir um 43 milljarða á síðasta sem er um 28% af allri fjárfestingu atvinnuveganna.

mbl.is