„Ekkert að marka kannanir“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. MBL/Ómar Óskarsson

„Mjög margir gefa ekki upp afstöðu sína eða segjast ekki ætla að taka þátt, stærri hluti en nokkru sinni áður í sögu skoðanakannana á Íslandi. Sá hluti hefur verið stöðugur, í kringum 50%, í tvö ár. Það hefur ekki gerst áður. Við það bætist pólitísk upplausn,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

„Vinstri grænir eru klofnir. Eitt brotið er VG-armur Samstöðu á Alþingi, sem ég kýs að kalla svo, þar sem fara Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Samfylkingin er klofin, til dæmis í umhverfismálum. Framsóknarflokkurinn er úti á túni. Það eru aðeins þrír til fjórir þingmenn sem fylgja formanninum.

Ástandið á Alþingi er með þeim hætti að það er ekki hönd á festandi hvað gæti gerst á næstu vikum og mánuðum. Þá horfi ég til landsfunda flokkanna í haust. Nema kannski hjá Sjálfstæðisflokknum. Það verða ábyggilega miklar breytingar í öllum flokkum fyrir næstu þingkosningar.“

Kemur niður á störfum þingsins

Þór segir upplausnina koma niður á störfum þingsins.

„Þingið hefur verið illa starfhæft undanfarna mánuði. Það stafar af eins manns meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir Þór Saari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert