Miðinn ódýrari með skemmri fyrirvara

Reuters

Ef bókað er í dag far til London með Iceland Express eftir fjórar vikur kostar það minna en ef það hefði verið keypt fyrir fyrir tveimur mánuðum. EasyJet er dýrara en öll íslensku félögin í ágúst, samkvæmt verðkönnun á vefnum Túristi.

„Það er mögulegt að fá far til London og til baka eftir fjórar vikur á 31.400 krónur með Iceland Express. Ef flugið hefði verið bókað 21. mars sl. þá hefði WOW air verið ódýrasti kosturinn og verðið 39.544 krónur. Fargjaldið hefur s.s. lækkað um fimmtung þær átta vikur sem liðnar eru frá verðkönnun Túrista í mars. Farið til London með Icelandair hefur hins vegar tvöfaldast í verði og hjá easyJet nemur hækkunin 17 prósent. WOW air stendur í stað,“ segir á Túrista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert