Fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði fyrir 1,2 milljarða

Tölvuteikningar af hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Siglufirði …
Tölvuteikningar af hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Siglufirði á vegum Rauðku ehf.

„Í mínum huga er þetta næsta skref í ánægjulegri þróun sem hefur verið á staðnum og gerir bæinn enn sérstæðari. Það hefur tekist einstaklega vel að gera þessi gömlu hús við höfnina upp með eftirsóttum veitinga- og skemmtistöðum og verið myndarlega að þessu staðið.“

Þetta segir Valtýr Sigurðsson, formaður félagsins Leynings, sem kemur að samkomulagi sem Fjallabyggð og Rauðka ehf. hafa gert með sér um víðtæka uppbyggingu í ferðaþjónustu á Siglufirði á næstu árum.

Fjallað er um áform þessi í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram, að reiknað er með framkvæmdir geti hafist strax í sumar.

Ein stærsta framkvæmdin er bygging nýs hótels, Hótels Sunnu, sem stendur til að reisa á uppfyllingu við smábátahöfnina, gegnt Síldarminjasafninu. Áætlaður kostnaður við byggingu hótelsins er um 900 milljónir króna. Búið er að frumhanna 64 herbergja hótelbyggingu sem stendur til að opna árið 2015.

Einnig stendur til að byggja upp og endurbæta skíðasvæðið í Skarðsdal og byggja upp nýjan golfvöll í Hólsdal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »