Gæti kostað 23-27 milljarða á ári

Kostnaður ríkissjóðs við nýtt húsnæðisbótakerfi gæti orðið 23-27 milljarðar. Bætur fjögurra manna fjölskyldu sem fær óskertar húsnæðisbætur samkvæmt kerfinu yrðu 37.400 krónur á mánuði eða 528 þúsund á ári.

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra skilaði í dag skýrslu um húsnæðisbætur. Hópurinn leggur til að tekið verði upp eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla landsmenn, óháð búsetuformi. Í dag er hið opinbera að niðurgreiða húsnæðiskostnað heimilanna með ýmsum hætti. Um 14 milljörðum er varið í vaxtabætur fyrir þá sem eiga húsnæði. Um 6,5 milljarðar fara í sérstakar vaxtabætur, en þær voru hugsaðar sem tímabundin aðgerð vegna áranna 2011 og 2012. Um 4,3 milljarðar fara í almennar húsaleigubætur og um einn milljarður í sérstakar húsaleigubætur. Það eru sveitarfélögin og ríkissjóður sem greiðir húsaleigubætur, en ríkissjóður greiðir vaxtabætur.

Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhópsins, segir að mikill munur sé á stuðningi hins opinbera eftir því hvort fólk á húsnæðið sem það býr í eða leigir það. Hann nefndi sem dæmi að reiknað hafi verið út að fjölskylda með meðaltekjur og með um 150 þúsund króna húsnæðiskostnað á mánuði hefði á árunum 2000-2010 fengið samtals um 7,5 milljónir í vaxtabætur frá ríkinu. Ef þessi sama fjölskylda hefði búið í leiguhúsnæði hefði hún ekki fengið neitt.

Lúðvík tók fram að þessar tillögur væru ekki til komnar vegna hrunsins og erfiðleika heimilanna við að ráða við húsnæðiskostnað heldur væri þær hugsaðar til framtíðar og vegna þess að núverandi kerfi hefði marga ókosti.

Lúðvík sagði að vinnuhópurinn hefði lagt áherslu á að búa til einfalt kerfi. Kerfið gerði ráð fyrir að stuðningurinn miðaði við fjölskyldustærð. Ekki ætti að skipta máli aldur þeirra sem búa á heimili, en í núverandi húsaleigubótakerfi miðar við aldur barna.

Grunnupphæð yrði 22 þúsund kr. á mánuði

Við útreikning á upphæð húsnæðisbóta hefur verið stuðst við upplýsingar frá Hagstofunni um lágmarksframfærslu. Miðað er við að grunnupphæð húsnæðisbóta fyrir einstakling sé 22 þúsund á mánuði eða 264 þúsund á ári. Ef tveir eru á heimili fer upphæðin upp í 30.800 kr. Ef þrír eru á heimili er miðað við 37.400. Ef fjórir eru á heimili er miðað við 44.000 kr. Ef fimm eru á heimili er miðað við 46.200 kr og ef sex eða fleiri eru á heimili er upphæðin 48.400 kr.

Þeir sem hafa tekjur undir 203 þúsund krónum á mánuði fá fullar húsnæðisbætur, en bætur skerðast ef tekjur fara yfir þá upphæð. Vinnuhópurinn leggur til að skerðingarprósentan verði á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að við skerðingu sé miðað við heildartekjur fólks, en þó á eftir að skoða betur samspil barnabóta og húsnæðisbóta.

Þessi breyting þýðir að fólk sem er með meðaltekjur og er á leigumarkaði fær húsnæðisbætur sem það vær ekki í dag. Jafnframt er ljóst að bætur þeirra sem fá mest út úr vaxtabótakerfinu í dag munu minnka í þessu nýja kerfi.

Heildarkostnaðurinn við þetta kerfi er áætlaður 23,1-27,5 milljarðar eftir því við hvaða tekjuskerðingarprósentu er miðað. Útreikningurinn byggist á tölum frá árinu 2010.

Gæti hækkað leiguverð

Lúðvík leggur áherslu á að ekki sé hægt að koma þessu nýja kerfi á í einni svipan. Hann telur líklegt að það geti tekið 3-4 ár. Eitt af því sem hafa þurfi í huga er að hætta sé á að svona kerfi geti stuðlað að almennri hækkun á húsaleigu og það þurfi að hafa það í huga við innleiðingu kerfisins.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir einnig mikilvægt að fjölga leiguíbúðum og tryggja betur stöðu leigjenda m.a. þannig að húsnæði sem byggt er sem leiguhúsnæði verði ekki selt með tilheyrandi óöryggi fyrir leigjendur. Hann vill að hér starfi stór leigufélög sem bjóði til leigu húsnæði af ýmsum stærðum.

Lúðvík segist vonast eftir að þetta mál komi til skoðunar Alþingis í haust. Jafnframt þurfi að ræða við sveitarfélögin, en nefndin leggur til að ríkissjóður sjái alfarið um að fjármagna og greiða húsnæðisbætur. Þó greiði sveitarfélögin áfram sérstakar húsnæðisbætur til þess hóps sem lægstar tekjur hafa.

25% fjölskylda eru á leigumarkaði

Tillögur hópsins gera ekki ráð fyrir að eignir skerði greiðslu húsnæðisbóta. Lúðvík segir að skiptar skoðanir hafi verið um þetta innan hópsins og þetta sé eitt af því sem velferðarráðuneytið þurfi að skoða betur.

Um 25% af fjölskyldum búa í dag í leiguhúsnæði, en fyrir fáum árum var þetta hlutfall 20%. Flest bendir til að þetta hlutfall eigi enn eftir að hækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...