ESB fari í þjóðaratkvæði

Þungir þankar á þingi.
Þungir þankar á þingi. mbl.is/Golli

„Þetta verður mjög spennuþrungin atkvæðagreiðsla,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um fyrirhugaða kosningu á Alþingi á morgun um þá tillögu hennar að borið skuli undir þjóðina hvort stöðva eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið samhliða þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs.

Til frekari tíðinda dró í Evrópumálum í gær þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, lagði fram bókun í utanríkismálanefnd þess efnis að efna þyrfti til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta, fyrir lok þess árs, um hvort þjóðin vilji ganga inn í Evrópusambandið eða ekki.

Spurð út í bókunina telur Guðfríður Lilja „einboðið að þjóðin fái að koma að málinu“. Hún kveðst munu styðja tillögu Vigdísar. Ekki sé „hægt að útiloka“ að meirihluti sé fyrir tillögu Vigdísar í þinginu. „Það verður að koma í ljós. Hver og einn hlýtur að leggja sitt mat á hvað sé rétt að gera,“ segir Guðfríður Lilja.

Rætt er við nokkra þingmenn um málið í Morgunblaðinu í dag og bendir lausleg talning til þess að tillaga Vigdísar verði felld, að því gefnu að þingmenn Samfylkingar og níu þingmenn VG hafni henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »