Kominn af gjörgæslu

Frá björgunaraðgerðum í Aðalvík.
Frá björgunaraðgerðum í Aðalvík. mynd/Jón Arnar

Einar Valur Kristjánsson sem slasaðist alvarlega þegar hann féll í bjargsigi í Rit við Aðalvík síðastliðinn sunnudag er kominn af gjörgæsludeild og er líðan hans góð eftir atvikum.

Fram kemur í tilkynningu að Einar, sem er framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., og fjölskylda hans vilji nota tækifærið til að þakka kærlega öllum þeim, sem tóku þátt í björgunarstarfinu við erfiðar og krefjandi aðstæður.

„Sýnir það enn og aftur mikilvægi þess að hafa þjálfaðar björgunarsveitir um allt land á stundum sem þessum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert