Hamfaraskriða við Dyrhólaey

Mannhæðarháar öldur í brimrótinu við Dyrhólaey.
Mannhæðarháar öldur í brimrótinu við Dyrhólaey. Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dyrhólaey var á forgangslista vegna aðgerða til að draga úr ágangi ferðamanna á friðlýstum svæðum eftir úttekt á sem Umhverfisstofnun gerði árið 2010. Samhliða þeim framkvæmdum var einnig hugað að öryggi ferðamanna. Í fyrra var ráðist í úrbætur á Háeynni, sett upp skilti og girðing á helsta útsýnisstaðnum. Einnig var stikuð gönguleið um svæðið. Fólkinu sem unnið hefur að öryggi svæðisins er mjög brugðið vegna atburða dagsins.

„Það eru víða hættur á þessu svæði, eins og er gjarnan við bjargbrúnir þar sem mikil umferð er af fólki eins og á Látrabjargi, við Hornbjarg og víðar,“ segir Ólafur Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hann  gerði tillögu ásamt Ferðamálastofu og Landsbjörgu um að gerð yrði áætlun um úttekt á öryggi á svæðinu sem var send iðnaðarráðherra.

Mikið breyst á tveimur árum

Þúsundir ferðamanna skoða Dyrhólaey á hverju sumri. Ólafur segir álagið þar mikið á tiltölulega litlu svæði. Engir innviðir hafi verið til að taka á móti öllu þessu fólki og svæðið því farið að láta verulega á sjá. Háey Dyrhólaeyjar var því eitt af forgangssvæðum vegna aðgerða, m.a. vegna sprungu sem þar er og í fyrra var verkfræðingur fenginn til að fara um svæðið og meta aðstæður. 

Eftir það var sett upp nokkuð rammgerð girðing á aðal útsýnissvæðinu, þar sem áður var aðeins band. Gönguleiðir á svæðinu voru líka merktar, sett upp varúðarskilti og akvegurinn upp á eyna lagaður.

Dyrhólaey er lokuð hluta úr sólarhring yfir varptímann en á meðan svæðið er opið almenningi, frá 9 til 18 á daginn, er þar landvörður að störfum og svo var einnig í dag. Margt hefur því breyst við Dyrhólaey á undanförnum tveimur árum.

Kom fólki í opna skjöldu

Mbl.is sagði frá því í dag að jafnstór skriða hefur ekki fallið úr Dyrhólaey í 25 ár. Ólafur segir að enginn hafi séð þetta fyrir.

„Nú þekki ég ekki nákvæmlega hvernig þetta gerðist í dag, og við erum enn að skoða þetta, en það er alveg ljóst að þetta er mun meira hrun en hefur verið í lengri tíma á þessum stað,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að meðfram bjarginu liggi merkt gönguleið sem stikuð hafi verið af reyndu fólki semþekki svæðið vel. Sveitarfélagið hefur umsjón með svæðinu.

„Þannig að þetta kemur fólki bara í opna skjöldu. En auðvitað mun sveitarfélagið fara yfir þetta í samráði við okkur og gera viðeigandi ráðstafanir.“

Fyrsta skrefið er að á morgun verða settar upp fleiri merkingar til að vara fólk við og svæðið girt af þar sem þörf er á. „

Í framhaldinu verður skoðað til hvaða aðgerða þarf að grípa. Mikilvægt er að fólk gæti sífellt varúðar enda víða hættur í náttúru Íslands,“ segir Ólafur.

Ferðamaður við Dyrhólaey
Ferðamaður við Dyrhólaey Rax / Ragnar Axelsson
Björgunarsveitarmenn úr Víkverja að störfum í Kirkjufjöru í dag.
Björgunarsveitarmenn úr Víkverja að störfum í Kirkjufjöru í dag. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »

„Aldrei mætt svona margir“

Í gær, 20:57 500 manns eru saman komnir til að snæða skötu í Gerðaskóla í Garði. Um góðgerðarviðburð er að ræða en fjórum milljónum verður úthlutað í kvöld. Meira »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Í gær, 20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Í gær, 20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Í gær, 19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Í gær, 19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

Í gær, 19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...