Hamfaraskriða við Dyrhólaey

Mannhæðarháar öldur í brimrótinu við Dyrhólaey.
Mannhæðarháar öldur í brimrótinu við Dyrhólaey. Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dyrhólaey var á forgangslista vegna aðgerða til að draga úr ágangi ferðamanna á friðlýstum svæðum eftir úttekt á sem Umhverfisstofnun gerði árið 2010. Samhliða þeim framkvæmdum var einnig hugað að öryggi ferðamanna. Í fyrra var ráðist í úrbætur á Háeynni, sett upp skilti og girðing á helsta útsýnisstaðnum. Einnig var stikuð gönguleið um svæðið. Fólkinu sem unnið hefur að öryggi svæðisins er mjög brugðið vegna atburða dagsins.

„Það eru víða hættur á þessu svæði, eins og er gjarnan við bjargbrúnir þar sem mikil umferð er af fólki eins og á Látrabjargi, við Hornbjarg og víðar,“ segir Ólafur Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hann  gerði tillögu ásamt Ferðamálastofu og Landsbjörgu um að gerð yrði áætlun um úttekt á öryggi á svæðinu sem var send iðnaðarráðherra.

Mikið breyst á tveimur árum

Þúsundir ferðamanna skoða Dyrhólaey á hverju sumri. Ólafur segir álagið þar mikið á tiltölulega litlu svæði. Engir innviðir hafi verið til að taka á móti öllu þessu fólki og svæðið því farið að láta verulega á sjá. Háey Dyrhólaeyjar var því eitt af forgangssvæðum vegna aðgerða, m.a. vegna sprungu sem þar er og í fyrra var verkfræðingur fenginn til að fara um svæðið og meta aðstæður. 

Eftir það var sett upp nokkuð rammgerð girðing á aðal útsýnissvæðinu, þar sem áður var aðeins band. Gönguleiðir á svæðinu voru líka merktar, sett upp varúðarskilti og akvegurinn upp á eyna lagaður.

Dyrhólaey er lokuð hluta úr sólarhring yfir varptímann en á meðan svæðið er opið almenningi, frá 9 til 18 á daginn, er þar landvörður að störfum og svo var einnig í dag. Margt hefur því breyst við Dyrhólaey á undanförnum tveimur árum.

Kom fólki í opna skjöldu

Mbl.is sagði frá því í dag að jafnstór skriða hefur ekki fallið úr Dyrhólaey í 25 ár. Ólafur segir að enginn hafi séð þetta fyrir.

„Nú þekki ég ekki nákvæmlega hvernig þetta gerðist í dag, og við erum enn að skoða þetta, en það er alveg ljóst að þetta er mun meira hrun en hefur verið í lengri tíma á þessum stað,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að meðfram bjarginu liggi merkt gönguleið sem stikuð hafi verið af reyndu fólki semþekki svæðið vel. Sveitarfélagið hefur umsjón með svæðinu.

„Þannig að þetta kemur fólki bara í opna skjöldu. En auðvitað mun sveitarfélagið fara yfir þetta í samráði við okkur og gera viðeigandi ráðstafanir.“

Fyrsta skrefið er að á morgun verða settar upp fleiri merkingar til að vara fólk við og svæðið girt af þar sem þörf er á. „

Í framhaldinu verður skoðað til hvaða aðgerða þarf að grípa. Mikilvægt er að fólk gæti sífellt varúðar enda víða hættur í náttúru Íslands,“ segir Ólafur.

Ferðamaður við Dyrhólaey
Ferðamaður við Dyrhólaey Rax / Ragnar Axelsson
Björgunarsveitarmenn úr Víkverja að störfum í Kirkjufjöru í dag.
Björgunarsveitarmenn úr Víkverja að störfum í Kirkjufjöru í dag. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannandi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Í gær, 19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Í gær, 19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

Í gær, 18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

Í gær, 18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

Í gær, 18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

Í gær, 17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

Í gær, 17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

Í gær, 17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

Í gær, 16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

Í gær, 16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

Í gær, 16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

Í gær, 16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

Í gær, 16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

Í gær, 15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Honda VTX 1800 Tilboð óskast
Ný dekk, nýr rafgeymir og power commander. Tilboð óskast . Uppl í s 8961339....