Með ólíkindum að sleppa lifandi frá fallinu

Björgunarsveitarmennirnir eru smáir undir hömrunum við Kirkjufjöru þar sem fólkið ...
Björgunarsveitarmennirnir eru smáir undir hömrunum við Kirkjufjöru þar sem fólkið féll niður með skriðu. Mbl.is/Jónas Erlendsson

„Þetta getur gerst hvar sem er þarna, þessar brúnir eru alveg stórhættulegar," segir Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum við Vík, sem kallaður var á vettvang þegar tveir ferðamenn féllu fram af klettum við Dyrhólaey. Þorsteinn segir með ólíkindum að þau hafi sloppið lifandi. Enginn varð var við að þau féllu.

Ferðamennirnir, karl og kona, eru nú á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík. Þrátt fyrir að hafa fallið tæpa 40 metra niður í fjöruna virðast þau ekki hafa slasast alvarlega miðað við fyrstu fregnir, maðurinn mun þó vera fótbrotinn og konan með meiðsli í baki. Enginn varð var við að þau féllu en konan gat gengið eftir fjörunni og gert viðvart með því að kalla upp klettinn eftir hjálp.

Brimsorfið hamrabelti

Fólkið var statt á Lágey, sunnan Dyrhólaeyjar, þegar yfir 100 metra breitt belti hrundi undan fótum þeirra og féll niður þar sem nefnist Kirkjufjara. Skriðan hefur væntanlega dregið úr fallinu, að sögn Þorsteins. „Það er lán þeirra að þau einhvern veginn fljóta ofan á þessu niður, það er alveg með ólíkindum að sleppa lifandi úr þessu. Þetta er mjög hættulegt svæði undir þessum hömrum. Þegar hátt er í sjó og brim þá er sjórinn alveg upp við bergið þarna á kafla svo þetta getur verið mjög varhugavert.“

Þorsteinn segir að tímans tönn hafi smátt og smátt bitið á berginu við Dyrhólaey. „Þetta er mikið móberg og sprungið. Núna er búið að vera þurrt lengi þegar hann fer skyndilega að væta og þá gengur vatnið ofan í sprungurnar, og oft þarf nú ekki meira til.“

Brúnin öll stórhættuleg

Mikill fjöldi ferðamanna fer að Dyrhólaey á ári hverju. Band hefur verið sett við hluta klettabrúnarinnar framan við vitann. Þorsteinn segir að svæðið þar sem fólkið féll sé ekkert girt af. 

„Það er nú dálítið erfitt. Öll brúnin þarna er stórhættuleg, þetta er svo laust í sér og alltaf að flysjast úr. Það hefur náttúrulega ekkert fjármagn verið til í þennan stað, en við höfum samt verið með merkingar þar sem er hætta á grjóthruni og eins er komin upp aðvörun í sambandi við brimið, að vara sig á öldunni þarna og við Reynisfjall.“ Ekki hefur fallið svo mikið úr brúninni í mörg ár að sögn Þorsteins, en fyrir um 25 árum varð hann sjálfur vitni að því þegar stór bjarg hrundi úr brúninni sunnan megin við Dyrhólaeyjarvita. 

„Þetta var bara eins og skorið með hníf alla leið niður, og daginn áður var full rúta af fólki sem stóð þarna alveg fram á brúninni og var að mynda niður á gatið. Eftir það hrun myndaðist sprunga þarna sem ber nú ekkert á í dag, en það er ekki spurning hvort það fari, það bara fer fyrr eða síðar. Það þyrfti að reyna að girða fyrir þessa brún, en það er aldrei hægt að girða fyrir allt svona.“

Gekk ótrúlega vel

Björgunaraðgerðirnar í dag gengu hratt og vel fyrir sig og má segja að allt hafi farið á besta veg miðað við aðstæður. Þorsteinn var sjálfur í viðbragðsstöðu á hjólabát og björgunarsveitirnar ef ná þyrfti til fólksins sjóleiðis og björgunarsveitarmenn höfðu búið sig undir að þurfa að síga í bjargið eftir fólkinu, en til þess kom ekki þar sem unnt var að komast um skarð í hamrinum niður í fjöruna.

„Það hittir þannig á að þetta var á lágfjöru, en samt var það þannig að það var mjög tæpt að fara þetta,“ segir Þorsteinn. „Þannig að þetta gekk allt ótrúlega vel. Þeir kunna sitt fag, björgunarsveitarmenn og læknirinn frá Vík var kominn Vík strax niður til þeirra og hlúði að þeim.“

Fjölmennt lið fór á vettvang og var fyrst hlúð að ...
Fjölmennt lið fór á vettvang og var fyrst hlúð að fólkinu í sjúkrabílum áður en þyrlan flutti það á Landspítalann. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Ferðamennirnir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann.
Ferðamennirnir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Gríðarmikil skriða féll og hreif fólkið með sér.
Gríðarmikil skriða féll og hreif fólkið með sér. Grétar Einarsson/Björgunarsveitin Víkverji
Klettabeltin við Dyrhólaey eru ekki árennileg.
Klettabeltin við Dyrhólaey eru ekki árennileg. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannandi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Í gær, 19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Í gær, 19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

Í gær, 18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

Í gær, 18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

Í gær, 18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

Í gær, 17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

Í gær, 17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

Í gær, 17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

Í gær, 16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

Í gær, 16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

Í gær, 16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

Í gær, 16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

Í gær, 16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

Í gær, 15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...