Með ólíkindum að sleppa lifandi frá fallinu

Björgunarsveitarmennirnir eru smáir undir hömrunum við Kirkjufjöru þar sem fólkið ...
Björgunarsveitarmennirnir eru smáir undir hömrunum við Kirkjufjöru þar sem fólkið féll niður með skriðu. Mbl.is/Jónas Erlendsson

„Þetta getur gerst hvar sem er þarna, þessar brúnir eru alveg stórhættulegar," segir Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum við Vík, sem kallaður var á vettvang þegar tveir ferðamenn féllu fram af klettum við Dyrhólaey. Þorsteinn segir með ólíkindum að þau hafi sloppið lifandi. Enginn varð var við að þau féllu.

Ferðamennirnir, karl og kona, eru nú á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík. Þrátt fyrir að hafa fallið tæpa 40 metra niður í fjöruna virðast þau ekki hafa slasast alvarlega miðað við fyrstu fregnir, maðurinn mun þó vera fótbrotinn og konan með meiðsli í baki. Enginn varð var við að þau féllu en konan gat gengið eftir fjörunni og gert viðvart með því að kalla upp klettinn eftir hjálp.

Brimsorfið hamrabelti

Fólkið var statt á Lágey, sunnan Dyrhólaeyjar, þegar yfir 100 metra breitt belti hrundi undan fótum þeirra og féll niður þar sem nefnist Kirkjufjara. Skriðan hefur væntanlega dregið úr fallinu, að sögn Þorsteins. „Það er lán þeirra að þau einhvern veginn fljóta ofan á þessu niður, það er alveg með ólíkindum að sleppa lifandi úr þessu. Þetta er mjög hættulegt svæði undir þessum hömrum. Þegar hátt er í sjó og brim þá er sjórinn alveg upp við bergið þarna á kafla svo þetta getur verið mjög varhugavert.“

Þorsteinn segir að tímans tönn hafi smátt og smátt bitið á berginu við Dyrhólaey. „Þetta er mikið móberg og sprungið. Núna er búið að vera þurrt lengi þegar hann fer skyndilega að væta og þá gengur vatnið ofan í sprungurnar, og oft þarf nú ekki meira til.“

Brúnin öll stórhættuleg

Mikill fjöldi ferðamanna fer að Dyrhólaey á ári hverju. Band hefur verið sett við hluta klettabrúnarinnar framan við vitann. Þorsteinn segir að svæðið þar sem fólkið féll sé ekkert girt af. 

„Það er nú dálítið erfitt. Öll brúnin þarna er stórhættuleg, þetta er svo laust í sér og alltaf að flysjast úr. Það hefur náttúrulega ekkert fjármagn verið til í þennan stað, en við höfum samt verið með merkingar þar sem er hætta á grjóthruni og eins er komin upp aðvörun í sambandi við brimið, að vara sig á öldunni þarna og við Reynisfjall.“ Ekki hefur fallið svo mikið úr brúninni í mörg ár að sögn Þorsteins, en fyrir um 25 árum varð hann sjálfur vitni að því þegar stór bjarg hrundi úr brúninni sunnan megin við Dyrhólaeyjarvita. 

„Þetta var bara eins og skorið með hníf alla leið niður, og daginn áður var full rúta af fólki sem stóð þarna alveg fram á brúninni og var að mynda niður á gatið. Eftir það hrun myndaðist sprunga þarna sem ber nú ekkert á í dag, en það er ekki spurning hvort það fari, það bara fer fyrr eða síðar. Það þyrfti að reyna að girða fyrir þessa brún, en það er aldrei hægt að girða fyrir allt svona.“

Gekk ótrúlega vel

Björgunaraðgerðirnar í dag gengu hratt og vel fyrir sig og má segja að allt hafi farið á besta veg miðað við aðstæður. Þorsteinn var sjálfur í viðbragðsstöðu á hjólabát og björgunarsveitirnar ef ná þyrfti til fólksins sjóleiðis og björgunarsveitarmenn höfðu búið sig undir að þurfa að síga í bjargið eftir fólkinu, en til þess kom ekki þar sem unnt var að komast um skarð í hamrinum niður í fjöruna.

„Það hittir þannig á að þetta var á lágfjöru, en samt var það þannig að það var mjög tæpt að fara þetta,“ segir Þorsteinn. „Þannig að þetta gekk allt ótrúlega vel. Þeir kunna sitt fag, björgunarsveitarmenn og læknirinn frá Vík var kominn Vík strax niður til þeirra og hlúði að þeim.“

Fjölmennt lið fór á vettvang og var fyrst hlúð að ...
Fjölmennt lið fór á vettvang og var fyrst hlúð að fólkinu í sjúkrabílum áður en þyrlan flutti það á Landspítalann. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Ferðamennirnir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann.
Ferðamennirnir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Gríðarmikil skriða féll og hreif fólkið með sér.
Gríðarmikil skriða féll og hreif fólkið með sér. Grétar Einarsson/Björgunarsveitin Víkverji
Klettabeltin við Dyrhólaey eru ekki árennileg.
Klettabeltin við Dyrhólaey eru ekki árennileg. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »

„Aldrei mætt svona margir“

Í gær, 20:57 500 manns eru saman komnir til að snæða skötu í Gerðaskóla í Garði. Um góðgerðarviðburð er að ræða en fjórum milljónum verður úthlutað í kvöld. Meira »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Í gær, 20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Í gær, 20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Í gær, 19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Í gær, 19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

Í gær, 19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...