Nordic Smile hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta

Tannlæknir að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Tannlæknir að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Tannlæknastofan Nordic Smile var tekin til gjaldþrotaskipta 14. maí sl. en fyrirtækið hóf starfsemi sína í byrjun árs 2011.

Fyrirtækið byggðist á sænsku hugviti í tannígræðslum, aðferðin þótti nákvæmari og mun ódýrari þegar miðað var við önnur lönd, allt að þriðjungi ódýrara en í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Fyrirtækið var opnað á Höfðatorgi í Reykjavík. Við opnunina kom fram að það ætlaði að einbeita sér að því að fá erlenda ferðamenn til Íslands í tannígræðslu og þeir gætu notið Íslands í leiðinni.

Stofunni var síðan lokað í júlí í fyrra en var þá áætlað að hún yrði opnuð fljótlega aftur. Þá höfðu 200 viðskiptavinir leitað til Nordic Smile, svipað hlutfall Íslendinga og útlendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert