Stefan Füle: Samstarf í gjaldeyrismálum

Stefan Füle
Stefan Füle

„Jafnvel þótt öll umsóknar- og inngönguríki okkar séu einstök og hafi öll sín sérkenni er Ísland samt sem áður með ákveðna sérstöðu meðal þeirra. Þegar ég kom til Reykjavíkur í október síðastliðnum og var á leiðinni frá flugvellinum heilsaði mér fyrst flettiskilti sem sagði: „ESB? Nei takk." En ESB er þegar hluti af tilveru ykkar“, segir Stefan Füle frkvstj. stækkunar- og nágrannastefnu ESB í grein í Morgunblaðinu í dag.

Stefan segir að við höfum samlagast innri markaðnum og séum hluti af frjálsu ferðasvæði Schengen. Þrjár af hverjum fjórum lagavenjum hér eru í samræmi við Evrópulög og þið standið ykkur betur í því að taka upp Evrópulög en aðildarríki ESB að meðaltali.

Þá segir Stefan m.a. í grein sinni: „Um yfirstandandi umræðu á Íslandi um framtíð íslensku krónunnar má segja að aðild að ESB myndi leiða til inngöngu í myntbandalagið. Ísland hefur lagt á sig sársaukafullar og mikilsverðar byrðar til að jafna sig á efnahagserfiðleikunum og er á góðri leið með að standast þær þrautir sem bíða enn. Ein þeirra er að losna við gjaldeyrishöftin um leið og hægt er. Við höfum orðið sammála um, ásamt íslenskum yfirvöldum, að setja á fót vinnuhóp til að meta stöðu mála og möguleikana á því að aflétta gjaldeyrishöftunum og aðstoða við að móta sameiginlegan skilning á erfiðleikunum í því ferli“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »