Tapið 2-300 milljarðar

Vinnumálastofnunar.
Vinnumálastofnunar. mbl.is/Ómar

Tjón samfélagsins af atvinnuleysi síðan í efnahagshruninu 2008 er á milli 200.000 og 300.000 milljónir króna og má þar af rekja um 100.000 milljónir til atvinnuleysisbóta.

Þetta er mat Runólfs Ágústssonar, stjórnarformanns Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem tekur þar með undir með Samtökum atvinnulífsins sem nefnt hafa 46 milljarða tjón á ári.

Árið 2012 er fimmta árið sem vandinn nær til en með sama áframhaldi verður atvinnuleysi enn mikið í sögulegu samhengi fram á næsta ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Við mat á þjóðfélagslegu tapi af atvinnuleysi er horft til margra þátta, þ.m.t. fórnarkostnaðar af glötuðum tækifærum til verðmætasköpunar. Töluleg samantekt á slíku tjóni verður því ávallt áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: