Þrotabú upp á 95 milljarða

Lyf og heilsa er félag sem Wernersbræður keyptu af Milestone, …
Lyf og heilsa er félag sem Wernersbræður keyptu af Milestone, sem þeir áttu sjálfir, með láni frá félaginu Moderna sem var að auki í eigu þeirra bræðra. mbl.is/Golli

Lýstar kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna, nema um 95 milljörðum króna, segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri búsins.

Aðspurður hversu margar af þeim kröfum séu ágreiningslausar segir Grímur í Morgunblaðinu í dag, að flóknara sé að meta það. Það sé ágreiningur um stórar kröfur, en að samþykktar kröfur séu í kringum 75 milljarðar. Þá standa út af borðinu um 20 milljarðar sem þrotabúið samþykkir ekki og af því verður tekist á um einhvern hluta fyrir dómstólum. Meðal annars standa fyrir dyrum riftunarmál vegna viðskipta Milestone fyrir hrun.

Aðspurður segir skiptastjóri að hann reikni með að það fáist um 2-5% upp í kröfurnar, eða um 1,9-4,8 milljarðar í heildina. Í gær var búið að greiða út um 1% krafnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert