Fisvél brotlenti við Kirkjubæjarklaustur

Frá vettvangi slyssins á Kirkjubæjarklaustri.
Frá vettvangi slyssins á Kirkjubæjarklaustri. mbl.is

Fisvél brotlenti við Ásgerði, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um klukkan þrjú í dag. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir.

Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsókn málsins í samstarfi við rannsóknarnefnd flugslysa.

Að sögn lögreglu er ekki vitað hvað olli slysinu.

Frá vettvangi slyssins á Kirkjubæjarklaustri.
Frá vettvangi slyssins á Kirkjubæjarklaustri. mbl.is
mbl.is