Loka þyrfti fimmtán til tuttugu hellum

Hellinum Jörundi hefur verið lokað fyrir allri umferð, bæði fyrir …
Hellinum Jörundi hefur verið lokað fyrir allri umferð, bæði fyrir hellamönnum og öðrum, til að koma í veg fyrir skemmdir. mbl.is/Guðni

Hellarannsóknafélag Íslands vill að 15-20 hellum á landinu verði lokað á næstu árum til að forða þeim frá skemmdum. Ef ekkert verði að gert skemmist hellarnir enn frekar. Um leið þurfi að huga að því að auðvelda aðgengi að þeim hellum sem hægt er að skoða án þess að valda skemmdum. Raunar sé þegar búið að vinna töluvert verk í þeim efnum.

Guðni Gunnarsson, formaður Hellarannsóknafélagsins, getur nefnt mörg dæmi, sum gömul en önnur ný. Miklar skemmdir hafi t.a.m. verið unnar í Víðgelmi fyrir nokkrum áratugum og hraunstrá og dropsteinar beinlínis hreinsuð út úr hellinum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðni, að þegar skrautið sé farið átti fólk sig ekki á því hversu fallegt var í hellinum áður. Þá hafi hellirinn Leiðarendi, við Bláfjallaveg, látið mikið á sjá frá því hann fannst fyrir um 20 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina