Upplýsingar en ekki hræðsluáróður

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eitt brýnasta verkefni er að leiða til lykta viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Það er eitt það mikilvægasta sem um getur fyrir ungt fólk enda mun þá ekki þurfa að greiða 24 milljónir fyrir 10 milljón króna lán. Þetta sagði Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld.

„Nú sér fyrir endann á kreppunni og tími uppbyggingar er hafinn,“ sagði Magnús Orri og einnig að gott veður sé í veðurkortunum og það virðist einnig vera hægt að segja það um íslenskt atvinnulíf. Hann vísaði til að fyrir þremur árum hafi landið verið á barmi upplausnar, en rofað hafi til. Spár geri ráð fyrir þriggja prósenta hagvexti á árinu og á næsta ári verði komið jafnvægi í rekstur ríkissjóðs.

Á tímanum frá hruni hafi verið reynt að verja þá með lægstu tekjurnar, framlög til atvinnutrygginga hafi stóraukist og tekjuskattur lækkað hjá 60% launamanna. 

En ráðist hafi verið í fleiri mikilvæg mál, s.s. lýðræðisumbætur. Margoft hafi verið reynt að breyta stjórnarskránni en það hafi mætt mikilli andstöðu í þinginu. Því hafi þurft að færa það verkefni út fyrir þingið og til þjóðarinnar. „Ef Alþingi leggur ekki fleiri steina í götu næsta vetur munum við leyfa þjóðinni að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða næstu þingkosningum.“

ESB besta leið úr basli

Magnús Orri sagði skuldafangelsi veruleika ungs fólks sem tekið hafi stór lán fyrir íbúðakaupum. Og það hafi í raun verið veruleikinn um langt árabil, basl og meira basl. Ef ekki verði brugðist við muni ungt fólk eiga í basli um alla framtíð. Ungir Íslendingar þurfi að greiða milljónir á ári aukalega miðað við fólk á sama aldri í Evrópusambandinu.

Hann sagði að jafnaðarmenn hafi talið það bestu leiðina til að losna úr baslinu að sækja um aðild að ESB. Þó hart sé sótt að þeim sem vilja aðild muni jafnaðarmenn halda sínu striki. Íslenska þjóðin muni fá að kjósa um aðild á grundvelli upplýsinga en ekki hræðsluáróðurs og þá þegar samningur liggur fyrir. Fásinna væri að hætta viðræðum í miðjum samningaviðræðum.

Þegar Ísland er komið inn í Evrópusambandið þarf unga fólkið ekki að greiða 24 milljónir fyrir 10 milljón króna lán. Tími sé kominn til að horfa til framtíðar og bjóða upp á eitthvað annað en basl.

mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir brot gegn fötluðum konum

12:34 55 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fötluðum konum, en hann var í vikunni úrskurðaður í nágunarbann gagnvart einni þeirra. Konurnar krefja manninn um tíu milljónir króna í miskabætur. Meira »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »

Tekur „burpee“ fyrir hvern þúsundkall

10:29 „Ein af mínum bestu vinkonum lenti í því hörmulega atviki í fyrra að missa dóttur sína eftir sjö mánaða meðgöngu. Gleym mér ei hjálpaði henni og kærastanum hennar í gegnum þennan erfiða tíma og ég er ótrúlega þakklát fyrir þá aðstoð sem þau fengu,“ segir Diljá Rut Guðmundudóttir, sem hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Stefna Seðlabankans tekin fyrir

09:52 Stefna Seðlabanka Íslands á hendur Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekin fyrir í morgun. Bankinn stefnir Ara til að fá felldan úr gildi úrskurð þess efnis að bank­an­um beri að veita Ara umbeðnar upp­lýs­ing­ar um náms­styrk til fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits. Meira »

Útvarp 101 verður símafyrirtæki

09:38 Útvarp 101 kynnir nýtt símafyrirtæki, 101 Sambandið. Sýn hf., Vodafone, kemur að rekstrinum og á helming. Líta má á nýjungina sem viðleitni Sýnar til þess að bjóða upp á hliðstæða leið Þrennu Símans. Meira »

Eldislax ekki veiðst

09:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »