Bryndís hættir hjá Já Ísland

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Já Ísland, samtök Evrópusinna, hættir störfum um mánaðarmótin. Á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra og reiknað með að hann hefji störf í byrjun hausts.

Á vefsvæði Já Ísland segir að Sema Erla Serdar verkefnisstjóri muni sinna daglegum rekstri samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri kemur til starfa.

Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina. Um er að ræða sameiginlegt verkefni og vettvang Evrópusamtakanna, Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðra Evrópumanna, Sterkara Íslands og Ungra Evrópusinna.

mbl.is