Allt horfir í rétta átt hjá Skúla

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Kristinn

„Líðan hans hefur verið fram og til baka en menn eru bjartsýnir núna að hann geti farið að hefja endurhæfingu,“ segir Brynjar Níelsson lögmaður um samstarfsmann sinn Skúla Eggert Sigurz, sem var stunginn fimm sinnum á lögmannsstofunni Lagastoð þann 5. mars sl.

Brynjar segir Skúla vera heima í augnablikinu og horfi allt í rétta átt, þótt bakslag hafi komið öðru hvoru. „Hugur hans stendur til þess að hefja aftur vinnu,“ segir Brynjar en það fari eftir heilsu Skúla, sem að öllu óbreyttu hefur endurhæfingu fljótlega.

Guðgeir Guðmundsson hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og var ákæran þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Spurður út í afstöðu til ákærunnar í morgun sagðist Guðgeir ekki vera viss um hvort hann hafi ætlað að drepa einhvern.

mbl.is/Sigurgeir S.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert