Styrktarfélagið fagnar 60 ára afmæli

Kvöldvaka í sumarbúðum fatlaðra í Reykjadal.
Kvöldvaka í sumarbúðum fatlaðra í Reykjadal. Morgunblaðið/Kristinn

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra fagnar í dag 60 ára afmæli með sérstakri afmælishátíð. Reiknað er með fjölda gesta og miklu fjöri.

Félagið sem stofnað var af framsýnu fólki þann 2. mars 1952. Það hefur í 60 ár haft það meginmarkmið að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Stærstu verkefni félagsins snúa að rekstri sumarbúða fatlaðra í Reykjadal auk reksturs Æfingastöðvarinnar þar sem fram fer viðamesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu.

Afmælishátíð í dag fer fram á planinu við Háaleitisbraut 13, á milli kl. 13 og 17. Allir eru velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert