Handaágræðslan framkvæmd í fyrsta lagi í haust

Svölurnar eru á meðal þeirra sem hafa styrkt Guðmund til …
Svölurnar eru á meðal þeirra sem hafa styrkt Guðmund til handaágræðslunnar sem kostar 40 milljónir króna. mbl.is/Kristinn

„Þetta hefur dregist eitthvað. Ég fer út í fyrsta lagi í haust,“ sagði Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður eftir því að komast í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Hann missti báða handleggi sína í vinnuslysi árið 1998.

Guðmundur sagðist búa sig undir að fara utan í september næstkomandi. Samkvæmt fréttum sem hann fékk snemma í maí var ítalskur maður, sem bíður eftir að fá græddan á sig framhandlegg, búinn að bíða í þrjá mánuði í Frakklandi eftir aðgerð en var samt ekki kominn á aðgerðalista.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ástæðan var stjórnunarlegs eðlis en þeir Guðmundur og Ítalinn eru fyrstu útlendingarnir sem eru ekki í franska sjúkratryggingakerfinu og sækjast eftir því fara í ágræðslur á sjúkrahúsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert