Sérsveitin afvopnaði mann

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Sérsveit ríkislögreglustjóra afvopnaði mann í austurborginni síðdegis í dag, en tilkynning hafði borist um mann sem væri gangandi um íbúðahverfi með haglabyssu á lofti. Það kom hins vegar í ljós að ekki var um raunverulegt skotvopn að ræða heldur eftirlíkingu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að ekki sé vitað hvað manninum, sem er á sextugsaldri, gekk til. Hann var undir áhrifum áfengis og vart viðræðuhæfur þegar hann var færður fyrir varðstjóra. 

Fram kemur í tilkynningu að hann verði látinn sofa úr sér í nótt og rætt við hann í fyrramálið.

Málið var tilkynnt til lögreglu kl. 16:26 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert