Stöðvaði sölu á fæðubótarefni

Fæðubótarefnið MusclePharm.
Fæðubótarefnið MusclePharm.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað sölu á fæðubótarefnum sem seld eru á netinu. Sumar vörurnar innihalda B-flokkuð efni sem þarf að flokka hjá Lyfjastofnun og aðrar vörur innihalda efni sem ekki eru leyfð í fæðubótarefnum.

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að stöðvuð hafi verið sala á fæðubótarefninu MusclePharm, en það hefur verið selt í gegnum Facebook.
Senda þurfi vöruheitin Assault, Armor-V og Battle Fuel til flokkunar hjá Lyfjastofnun nú þegar enda innihaldi vörurnar B-flokkuð innihaldsefni og innihaldsefni sem þarfnast flokkunar.  Á meðan mega þær ekki vera í dreifingu.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.   MusclePharm Re-Con inniheldur óleyfilegt steinefni (vanadium) og Shred Matrix inniheldur viðbætt koffín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert