Festu kaup á sjö manna lúxusþyrlu

Þyrlan kostaði 390 milljónir íslenskra króna.
Þyrlan kostaði 390 milljónir íslenskra króna. mbl.is/RAX

Hún er glæsileg á að líta, þyrlan sem Þyrluþjónustan hf. festi nýverið kaup á. Gripurinn kemur frá Bandaríkjunum og tekur sex farþega og einn flugmann.

Hana prýða leðursæti enda þægindi mikilvæg fyrir þyrlu sem fyrst og fremst er ætluð til farþegaflutninga. „Hún mun aðallega fara í útsýnisflug með ferðamenn, það er sívaxandi markaður,“ segir Eggert Akerlie, flugrekstrarstjóri Þyrluþjónustunnar.

„Úr þyrlu er hægt að fá allt annað og magnaðra sjónarhorn á landið,“ segir Eggert. Aðspurður hvað herlegheitin kosta svarar hann því hlæjandi til að „hún kosti allt of mikið“. Fæst loks til að gefa upp að verðmiðinn hafi hljóðað upp á um þrjár milljónir dollara eða um 390 milljónir íslenskra króna.

Þyrlan er af gerðinni Bell 407GX og er árgerð 2012.

„Þetta er í fyrsta skipti í Íslenskri flugsögu sem ný þyrla kemur til landsins gangert til farþegaflugs og er þetta því stór áfangi sem Þyrluþjónustan steig.  Undirbúningsferlið er búið að vera mikið og hlökkum við til þess að bjóða viðskiptavinum okkar uppá þennan glæsilega grip en þyrlan er án ef sú glæsilegast á landinu. Þyrlan rúmar 6 farþega, fimm í fraþegarými og einn við hlið flugstjóra og hefur þriggja tíma flugþol. Gluggarnir eru mjög stórir og kúptir sem gerir útsýni úr vélinni gríðarlega mikið, eins hentar hún mjög vel til ljós- og kvikmyndatöku,“ segir í tilkynningu frá Þyrluþjónustunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert