Röskva þrýstir á stjórnvöld

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fagnar því hve margir hyggjast leggja stund á nám við skólann næsta skólaár. Kemur þetta fram í ályktun frá samtökunum en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag bárust Háskóla Íslands tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám fyrir komandi haustmisseri.

Röskva segir það hins vegar áhyggjuefni að HÍ hefur ekki fengið greitt með öllum þeim fjölda nemenda sem sótt hafa nám undanfarin ár.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að ígildi um 1.300 nemenda eru án fjárveitinga en HÍ tekur við öllum þeim sem sækja um nám og hefur aðsókn aukist mikið sl. ár, einkum eftir hrun.

Öllum ætti að vera ljóst að ríkisrekinn skóli, án fjárveitinga með öllum nemendum, getur ekki starfað. Því er það krafa Röskvu að ríkisstjórnin tryggi fjárveitingar til Háskóla Íslands með öllum nemendum sem stunda nám við skólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert