Allt stefnir í sumarþing

Samkomulag um þinglok tókst ekki.
Samkomulag um þinglok tókst ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Framhald þingstarfa er í óvissu og útlit er fyrir sumarþing í júlí. Þingflokksformenn funduðu með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í gærkvöldi en Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að þar hefði fátt gerst.

„Það er ekkert samkomulag um þinglok og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að þá verði sumarþing,“ segir Gunnar Bragi í Morgunblaðinu í dag. Reiknað væri með að Jóhanna frestaði þingi á föstudag. Hann segir að á fundinum hefðu menn reynt að átta sig því hvaða mál þyrftu nauðsynlega að fá afgreiðslu fyrir 1. júlí vegna þess að lögin þyrftu að taka sem fyrst gildi. Ekki lægi fyrir hvenær sumarþing yrði en rætt hefði verið um 2. júlí.

„Við vitum heldur ekki hvernig ráðherra ætlar að rökstyðja sumarþing. Samkvæmt þingsköpum er það aðeins við sérstakar aðstæður sem haldin eru sumarþing.“ Oft kæmi fyrir að stjórnvöld á hverjum tíma kæmu ekki málum gegnum þingið en þá væru þau tekin aftur upp að hausti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert