Kaupir bensín fyrir 200 þús. á mánuði

„Bensínkostnaður okkar er 200 þúsund krónur á mánuði og eins og gefur að skilja erum við komin yfir sársaukamörkin,“ sagði Bubbi Morthens á ársfundi Orkuveitunnar. Hann hvetur alla til að fá sér rafmagnsbíl.

Bubbi býr, eins og margir vita í Kjósinni, í um 45 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, sækir vinnu í Reykjavík og hann sjálfur sagðist þurfa að vera mikið á ferðinni vegna starfsins, við að koma börnum í leikskóla o.s.frv.

Bubbi sagðist hafa greitt 75 þúsund krónur á mánuði fyrir rafmagn og hita. Eftir að hann fékk sér varmadælu hefði þessi kostnaður lækkað niður í 35-45 þúsund. Bensínkostnaðurinn væri hins vegar óheyrilega hár.

„Þróunin er orðin þannig að rafmagnsbílar geta keppt við hvaða bensínbíl sem er,“ sagði Bubbi og sagði að það eina sem þyrfti að gerast væri að fólk færi að hugsa um þennan möguleika sem raunhæfan kost. Hann væri það í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert