Brennisteinn setur virkjun í uppnám

Hverahlíðarvirkjun mun hafa áhrif á umhverfið.
Hverahlíðarvirkjun mun hafa áhrif á umhverfið. mbl.is/RAX

Hugsanlegt er að Hverahlíðarvirkjun verði ekki reist, ef ekki finnst lausn á losun brennisteinsvetnis í andrúmsloftið, en brennisteinsmengun frá Hellisheiðarvirkjun fór þrisvar sinnum yfir leyfileg viðmiðunarmörk á síðasta ári.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, segir: „Forsenda þess að farið sé af stað í Hverahlíðarvirkjun er sú að fundist hafi lausn á því að draga úr styrk brennisteinsildis í andrúmslofti og kostnaður við það sé tekinn með í áætlunina.“

Orkuveitan gerði samninga við Norðurál um orku og er Hverahlíðarvirkjun ætlað meðal annars að framleiða orku fyrir ráðgert álver í Helguvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert