Enn ekkert samkomulag á þingi

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þingfundur á Alþingi hófst klukkan tíu í morgun og stóð hann yfir til klukkan 15. Í dag, líkt og undanfarnar vikur, var stöðugt fundað innan veggja þinghússins um hvenær Alþingi eigi að ljúka störfum. Ekkert samkomulag hefur enn náðst um þinglok.

Samkvæmt heimildum mbl.is þokast hægt áfram í viðræðum formanna flokkanna á Alþingi þrátt fyrir mikil fundarhöld. Þá var einnig fundað um málið í dag meðfram þingfundi. 

Dagskrá Alþingis hefur enn ekki verið birt svo óljóst er með framhaldið.

mbl.is