Sinubruni í Hafnarfirði

Eldur í heiðmörk. Myndin er úr safni.
Eldur í heiðmörk. Myndin er úr safni. mbl.is/júlíus

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór rétt í þessu í útkall vegna sinubruna í Áslandi í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur einn bíll verið sendur á staðinn og verið er að undirbúa frekari aðgerðir.

Ekki er þó vitað með vissu hversu mikinn eld er að ræða. Mikinn reyk leggur þó frá svæðinu og sést hann greinilega víða á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært kl. 14:55

Eldurinn virðist vera mun meiri en haldið var í fyrstu. Nú hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til aðstoðar og er notast við slökkvibúnað þyrlunnar til að sprauta yfir eldinn. Minni reyk leggur þó frá svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert