Skúrir á víð og dreif um og eftir hádegi

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag. Skýjað en úrkomulítið, en skúrir á víð og dreif um og eftir hádegi, einkum sunnatil. Rigning með köflum suðvestantil í kvöld. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg norðlæg átt, en austlægari í kvöld. Bjart með köflum og stöku skúrir, en rigning af og til seint í kvöld. Hiti 7 til 15 stig.

Skammt austur af Grænlandi er 1024 mb hæð og frá henni hæðarhryggur yfir Ísland, en við Hvarf er nærri kyrrstæð 1015 mb smálægð. Yfir Írlandi er 992 mb lægð sem þokast norður.

Á morgun, sunnudag, þjóðhátíðardaginn, er útlit fyrir 3-10 m/s norðaustanátt, hvassast norðvestantil en suðaustlægari sunnantil. Rigning eða skúrir, einkum sunnanlands. Hiti 5 til 12 stig.

Klukkan þrjú í nótt var hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu, en þurrrt að kalla. Hlýjast var 11 stiga hiti á Garðskagavita en svalast 1 stigs hiti á Húsafelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert