„Sólbrenna líklega fáir á morgun“

Það er gaman að vera ungur á 17. júní.
Það er gaman að vera ungur á 17. júní. Eggert Jóhannesson

Á morgun, 17. júní, má gera ráð fyrir rigningu fram yfir hádegi á suðvesturhorni landsins en aðrir landshlutar ættu að haldast að mestu þurrir. Í höfuðborginni hefur verið blíðskaparveður í allan dag og nutu margir veðurblíðunnar enda heilmargt um að vera í höfuðborginni.

Við norður- og austurströndina verður hæg norðaustanátt á morgun. Henni fylgir fremur svalt loft, en þurrt verður að mestu. Einna best verður veðrið á Breiðafjarðarsvæði og sunnanverðum Vestfjörðum en það svæði er í ágætis skjóli fyrir bæði köldustu vindunum og mestu úrkomunni. 

„Þetta verður alveg ágætisveður þannig. En það sólbrenna líklega fáir á morgun,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Á landinu í dag mældist hitinn mestur á Þyrli í Hvalfirði, tæpar 17 gráður, en minnstur var hann á Húsafelli, eða rétt um frostmark.

Spá Veðurstofu Íslands

Á morgun verður fremur suðaustan 3-8 m/s og skúrir sunnan- og vestantil á morgun. Annars breytileg átt og þurrt að mestu. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast á suðvestur og vesturlandi.

Á mánudag er reiknað með norðlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s. Skýjað og stöku síðdegisskúrir, einkum suðvestanlands. Hiti 8 til 13 stig.

Fjölbreytt dagskrá

Á morgun, 17. júní, verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um allt land. Má hér að neðan finna ýmsa viðburði sem boðið verður upp á í tilefni dagsins:

Reykjavík

Garðabær

Hafnarfjörður

Kópavogur

Seltjarnarnes

Mosfellsbær

Akureyri

Fljótsdalshérað

Akranes

Reykjanesbær

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert